21. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 09:30


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:30
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Karen Elísabet Halldórsdóttir (KEH), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Una Hildardóttir (UnaH), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1883. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 20. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 7. febrúar 2020 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Elísabet Júlíusdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Kristín Halla Kristinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 7. febrúar nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 374. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn Kl. 09:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni.

4) TILSKIPUN 2013/50/ESB um breytingu á tilskipun 2004/109/EB um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað, tilskipun 2003/71/EB um útboðs- og skráningarlýsingu sem birta skal við almenn Kl. 09:52
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 frá 20. júní 2019 um að greiða fyrir flutningi sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 345/2013, (ESB) nr. 346/2013 og (ESB) nr. 1286/2014 Kl. 09:54
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1160 frá 20. júní 2019 um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB og 2011/61/ESB með tilliti til flutnings sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri Kl. 09:55
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Önnur mál Kl. 09:56
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00